Sæl öll

Fyrir hönd stjórnar SSON boða ég hér með til aðalfundar félagsins Mánudagskvöldið 12. Júní kl. 20:00 í Fischersetrinu á Selfossi. 

 

Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að styrkja starfið okkar að bjóða sig fram í stjórn.  Hafa má samband við núverandi stjórnarmenn vegna þessa en einnig nægir að tilkynna um framboð á fundinum sjálfum.

 

Dagskrá fundarins er annars eftirfarandi, sbr. 2. gr. laga félagsins:

 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Farið er yfir fundargerð síðasta aðalfundar.
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
  4. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir reikninga félagsins, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
  5. Lagabreytingar.
  6. Ákvörðun um félagsgjöld.
  7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
  8. Kosning skoðunarmanns reikninga.
  9. Önnur mál.

 

Allir skráðir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi og hafa þar tillögurétt og málfrelsi. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa félagsmenn sem hafa verið skráðir í félagið í að minnsta kosti fjórar vikur fyrir fundinn.

 

F.h. stjórnar SSON,

Ari Björn Össurarson