Í tengslum við hátíðina Vor í Árborg stendur SSON fyrir skákviðburðum í Fischersetri sunnudaginn 24. apríl. Milli kl. 12 og 13 verður kynning á skákíþróttinni. Kl. 14 verður svo Unglingameistaramót SSON. Þar verða tefldar 7 umferðir með umhugsunartímanum 7+3, þ.e. 7 mínutur og svo 3 sekúndur til viðbótar fyrir hvern leik. Allir krakkar og unglingar, 16 ára og yngri eru velkomnir! Ekkert þáttökugjald.