Helgina 12.‒14. mars voru haldnar á vegum Skáksambands Íslands skákbúðir fyrir efnileg ungmenni á Hótel Selfossi. Í tengslum við þær stóðu skáksambandið, Skákskóli Íslands og SSON í sameiningu fyrir opnu hraðskákmóti. Tefldar voru 9 umferðir með 4 mínútna umhugsunartíma auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik (4+2). Auk nemenda skákbúðanna tóku þátt nokkrir liðsmenn SSON og fleiri. FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á mótinu með 9 vinninga af 9 mögulegum, annar varð Alexander Oliver Mai með 7 vinninga og Gunnar Erik Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti með 6,5 vinninga. Þorsteinn Magnússon varð efstur liðsmanna SSON með 5 vinninga.
Úrslit Skákbúðarmótsins.