Skákbúðir fyrir efnileg ungmenni verða haldnar á Hótel Selfossi um helgina á vegum Skáksambands Íslands (SÍ). Í tengslum við þær standa SÍ, Skákskóli Íslands og SSON í sameiningu fyrir hraðskákmóti á Hótel Selfossi laugardaginn 13. mars kl. 16:30 . Á mótinu, sem tekur um 1½-2 klst., taka þátt nemendur skákbúðanna og heimamenn auk þess sem mótið er opið fyrir alla áhugasama sem vilja tefla hraðskák við marga af efnilegustu skákmönnum landsins.

SSON hvetur félagsmenn sína og aðra til að taka þátt.

Keppendur verða að hámarki 50 á mótinu og gildir þar lögmálið: Fyrstir skrá, fyrstir fá!

Skráningarform.

Upplýsingar um mótið á Chess-results.