Hið árlega og sívinsæla skírdagsmót Skákfélags Selfoss og nágrennis verður haldið á skírdag, 1. apríl. Hér er ekki um að ræða snemmbært aprílgabb.
Mótið hefst klukkan 14:00 í Fischersetri, Austurvegi 21. Tefldar verða fimm umferðir með tímamörkunum 15 mínútur á mann, auk 5 sekunda viðbótartíma á hvern leik.
Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig með því að senda tölvupóst á oddgeiragust@gmail.com, því hugsanlegt er að færri en vilja geti tekið þátt.

Hægt er að sjá skráða keppendur hér: Skráðir þátttakendur í skírdagsmóti SSON