Hver verður Suðurlandsmeistari 2022?

Suðurlandsmótið í skák verður haldið laugardaginn 26. nóvember næstkomandi kl. 12 í Hvolsskóla Hvolsvelli.

Tefldar verða 7 umferðir 10+5 (10 mínútur og 5 sek aukatími á hvern leik).

Fyrir fyrsta sæti í mótinu eru 50.000 krónur og gjafabréf í gistingu fyrir tvo með morgunverði á Hótel Selfoss.
30.000 krónur fyrir annað sætið.
20.000 fyrir þriðja sætið og gjafabréf frá GK Bakarí.

Verðlaunafé verður skipt ef fleiri en einn lenda í hverju sæti miðað við fjölda vinninga.
Umspil verður um fyrsta sæti ef fleiri en einn enda jafnir í lok móts.

Mótið er skipulagt í samstarfi við Skákfélagið Dímon.
Mótstjóri er Erlingur Atli Pálmason og skákdómari er Róbert Lagerman.

Öllum er velkomið að taka þátt en aðeins þátttakendur með lögheimili á Suðurlandi geta verið krýndir Suðurlandsmeistari.

Þátttökufjald er 2.500 krónur en frítt fyrir titilhafa og yngri en 18 ára.

Forskráning er hjá mótstjóra, Erlingi Atla hydreigon535@gmail.com

Ingibjörg Jónasdóttir ekkja Hennings Frederiksen og synir þeirra, Jónas og Vilhelm, gáfu Suðurlandsriddarann til minningar um Henning og skákmenn Stokkseyringa í 70 ár..

Fyrir hönd stjórnar SSON
Ari Björn Össurarson