Hraðskákmót SSON verður haldið miðvikudagskvöldið 18. maí 2022 kl. 19:30 í Fischersetrinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3, það er 5 mínútur auk 3 sekúndna fyrir hvern leik. Keppt er um titilinn hraðskákmeistari SSON sem félagsmenn geta unnið. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, óháð félagsaðild. Æskilegt er að skrá sig fyrirfram með því að senda tölvupóst á netfangið thorsteinn76@gmail.com.