Suðurlandsriddarinn

Suðurlandsmótið verður haldið 27. -28. Nóvember í Skyrgerdinni, Breiðamörk 25, Hveragerði. Mótið er 9 umferða atskákmót. Sá sem hafnar efstur úr hópi þeirra sem annað hvort eru félagsmenn í skákfélagi á Suðurlandi eða búsettir á suðurlandi fær sæmdarheitið Suðurlandsmeistari og verður handhafi Suðurlandsriddarans sem skorinn var út af útskurðarmeistaranum Sigríði Krisjánsdóttir (Siggu á Grund) (Suðurlandsriddarinn er varðveittur í Fiscersetri).

Fyrir fyrsta sætið í mótinu er 50.000 kr., 30.000 kr. fyrir 2. sætið og 20.000 kr. fyrir 3. sætið. Verðlaunafénu verður skipt ef fleiri en einn lendir í hverju sæti miðað við fjölda vinninga.
Hugað verðu vel að sóttvörnum og tekið tillit til fjöldatakmarka vegna Covid.

Mótið hefst kl. 13:00 laugardaginn 27. nóvember. Tefldar verða 5 umferðir á laugardaginn og 4 á sunnudaginn 28. nóvember. Á sunnudeginum verður einnig byrjað klukkan 13:00.
Skyrgerðin er sögufræður samkomustaður í Hveragerði sem áður hýsti þinghús Ölfusinga og skyrgerð mjólkurbús Ölfusinga.
Ekkja Hennings Frederiksen og synir þeirra, Vilhelm og Jónas, gáfu Suðurlandsriddarann til minnningar um Henning og skákmenn Stokkseyringa í 70 ár.

Forskráning er hjá yfirdómara mótsins, Oddgeiri Á. Ottesen (oddgeiragust@gmail.com).

Mót: Suðurlandsmótið
Staður: Skyrgerðin í Hveragerðin
Tímamörk: 15 mín +10 sek.
Þátttökugjöld: 2000 kr. en frítt fyrir titilhafa og yngri en 18 ára.
Tímamörk: 15 mínútur á mann auk 10 sekúnda viðbótartíma fyrir hvern leik.