Hin rómaða firmakeppni Skákfélags Selfoss og nágrennis verður haldin 30. október og hefst kl. 13:00 í veislusalnum Risinu sem er á 2. hæð Mjólkurbúsins-mathallarinnar í nýja miðbæ Selfoss.

Tímamörk eru 4 mínútur + 2 sekunda viðbótartími fyrir hvern leik. Tefldar verða 9 umferðir. Alþjóðlegi skákdómarinn Róbert Lagerman er aðaldómari mótisins sér um að mótið fari fram miðað við alþjóðlegar skákreglur. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Dregið er um fyrir hvaða fyrirtæki hver skákmaður teflir.

Hægt er að skrá sig til leiks með því að senda skilaboð til Róbert á á netfangið chesslion@hotmail.com.

Allir velkomnir