Happadísirnar voru ekki með okkur gegn danska liðinu Team xtracon
Happadísirnar voru ekki með okkur á móti danska liðinu Team Xtracon

Skákfélag Selfosss og nágrennis er í 9. sæti á Evrópumóti skákfélaga fyrir síðustu umferð. Liðið mætir Prilep frá Makadóníu í síðstur umferð mótisins. Fyrirfram er SSON talið sigurstranglegra. Sigur kemur SSON líklega í 4.,5., eða 6., sæti á Evrópumótinu. Alexander og Anton á 1. og 2. borði eiga möguleika á verðlaunum fyrir besta árangur allra keppanda á mótinu á þessum borðum. Alþjóðlegi meistarinn Semjon Lomasov teflir áfangaskák á 4. borði. Hann er með hvítt og mætir stigalægri andstæðingi og þarf að vinna. Hvað gera Róbert og Dagur í dag? Báðir hafa teflt vel á mótinu.

Í dag teflir TR við slóvenska liðið Maribor Poligram sem er heldur stigahærra en TR. Víkingaklúbburinn teflir við enska liðið Sussex Martlets. Eingöngu SSON er í beinni útsendingu í dag.

SSON tapaði með minnsta mun í gær (2,5-3,5) á móti danska liðinu „team Xtragon. Við fengum góð færi og um tíma leit út fyrir að við myndum vinna. Dagur var með mun betra á 5. borði og Semjon átti góða möguleika á jafntefli. Báðir léku þó af sér og töpuðu.

TR-ingar tefldu í gær við sterka sveit frá Ísrael og töpuðu. Gauti Páll er hrokkinn í gang og gerði sitt annað jafntefli í röð og nú gegn sterkum stórmeistara. Þetta var hans 5. jafntefli gegn stórmeistara á skákferlinum.

Víkingar gerðu jafntefli við Dardania frá Kósova.