Skákfélag Selfoss og nágrennis tekur í ár þátt í Evrópumóti skákfélega fyrsta sinn í sögu félagsins.
Evrópumót skákfélaga fer fram í Makadóníu 17.-25. September. Á Evrópumótinu tefla sterkustu skákfélög Evrópu. Mótið í ár er gríðarlega sterkt. Heimsmeistarinn Magnús Carlsen mætir og teflir með sínu félagi, ásamt flestum af sterkustu skákmönnum Evrópu. Sterkasta sveitin er Alkaloid frá Makadóníu en meðal elóstig keppenda þeirrar sveitar eru 2713,
Sveit Skákfélags Selfoss er 11. í upphaflegu styrkleikaröðinni en markmiðið félagsins er að verða ofar í lok móts. Á góðum degi getur félagið náð góðum úrslitum á móti hvaða liði sem er. Sex af tíu sterkustu skákmönnum félagsins, sem tefldu með félaginu á nýliðnu Íslandsmóti skákfélaga, tefla í sveit félagsins á Evrópumótinu. Á fyrst borði teflir Alexander Donchenko, landsliðsmaður þjóðverja, á öðru borði Evrópumeistarinn Anton Demchenko, á þriðja borði Mikhail Antipov, heimsmeistari 20 ára og yngri árið 2015, á fjórða borði Semjon Lomasov heimsmeistari 14 ára og yngri 2016, á fimmta borði Hvergerðingurinn og alþjóðlegi skákmeistarinn Dagur Arngrímsson, á sjötta borði Fide meistarinn, Róbert Lagerman. Varamaður, liðstjóri, fararstjóri og fréttaritari er Oddgeir Ágúst Ottesen sem er vanmetinn skákmaður.