Á aðalfundi SSON 31. maí 2021 var kosin ný stjórn. Þeir sem kosnir voru eru Ingimundur Sigurmundsson, Úlfhéðinn Sigurmundsson, Oddgeir Ottesen, Þorsteinn Magnússon og Arnar Breki Grettisson. Arnar kemur inn í stjórnina í stað Sveinbjörns Ásgrímssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Varamenn eru hinir sömu og áður, þ.e. Guðmundur Búason og Þórður Guðmundsson.

Í skýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum kom fram að heimsfaraldur Covid-19 setti mark sitt á starfsárið. Ýmsir viðburðir fóru þó fram og hvað árangur félagsins á mótum snertir báru hæst Norðurlandameistaratitill í netskák í apríl 2020 og silfurverðlaun á Íslandsmóti skákfélaga í maí 2021. Enn fremur kom fram að unglinga- og fræðslustarf hefði verið í forgangi hjá stjórninni og að kennsla sem fram hefur farið í grunnskólum á félagssvæðinu og í Fischersetri hefði að undanförnu skilað nýjum liðsmönnum á æfingar hjá félaginu.