Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur 13 sinnum orðið Íslandsmeistari í skák og orðið heimsmeistari 16 ára og yngri, mun mæta á fimmtudagsæfingu SSON 5. mars og skýra sigurskák sína á móti sigurvegara Ísey skyr skákhátíðarinnar á hótel Selfossi í nóvember. Skákskýringar byrja klukkan 19:30. Allir velkomnir.