Landsmótið í skólaskák verður með óvenjulegu sniði í ár, þar sem nú er efnt til undankeppni á netinu. Mótið er fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri og er keppni tvískipt, þ.e. yngri flokkur fyrir 1.-7. bekk og eldri flokkur fyrir 8.-10. bekk. Undankeppnin fer fram á chess.com fimmtudagskvöldið 19. maí og hefst kl. 18:30. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins, þar á meðal um skráningu, má finna hér.