Stjórn SSON ákvað nýverið að efna til atskákmóts einu sinni í mánuði fram á vorið. Hið fyrsta þessara móta verður haldið fimmtudagskvöldið 25. febrúar 2021 kl. 19:30 í Fischersetri. Tefldar verða 4 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma auk 5 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik (15+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum.