Meistaramót skákfélags Selfoss og nágrennis í netskák verður haldið þann 14 nóvember og hefst kl. 13:00. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 5 mín á mann að viðbættum 3 sekundum fyrir hvern leik.

Mótið verður haldið á hópsíðu SSON á www.chess.com. Hægt er að senda Magnúsi Matthíassyni netmótastjóra félagsins tölvupóst (maggimatt@simnet.is) til að fá upplýsingar um hvernig hægt er að ganga í hóp SSON á chess.com.

Góð verðlaun í boði fyrir 3 efstu og fyrir besta árangur skákmanna undir 18 ára aldri og fyrir besta árangur skákkonu.