Skákfélag Selfoss og nágrennis vann makadónísku sveitina Prilep 5-1 í síðustu umferð Evrópumóts skákfélaga. Sigurinn fleytti SSON í 5. sætið á evrópumóti skákfélaga með jafn marga liðsvinninga og liðin í 4.-7. sæti. Þessi árangur er besti árangur íslensks liðs, a.m.k. frá því að núverandi fyrirkomulag var tekið upp um aldamótin. Áður var keppt með útsláttarfyrirkomulagi.

Lið SSON var mjög nálægt því að lenda í 4. sæti en lið rússneska kommunistaflokksins sem SSON vann í 5. umferð skreið upp fyrir SSON eftir lokaumferðina á oddastigum. Heildarfjöldi vinninga sem liðsmenn SSON fengu á mótinu voru þó fleiri en kommunistarnir fengu en þau oddastig sem notuðu voru tóku bæði tillit til fjölda vinninga hjá liðsmönnum sveita og hvernig þeim sveitum sem liðin tefldu við gékk á mótinu (heildarfjöldi Sonneborn-Berger stiga).