Stjórn SSON boðar hér með til aukaaðalfundar félagsins mánudagskvöldið 30. nóvember kl. 20:00. Vegna samkomutakmarkana fer fundurinn fram á netinu, í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Hlekkur á fundinn er hér fyrir neðan:

https://eu01web.zoom.us/j/65139114636

Aðeins eitt mál er á dagskrá þessa aukaaðalfundar:

  1. Tillögur til breytinga á lögum félagsins.

Núverandi stjórn ákvað að gangast fyrir heildarendurskoðun á lögum félagsins og liggur afrakstur þeirrar vinnu nú fyrir. Hér fyrir neðan má sjá annars vegar tillögur stjórnarinnar að breyttum lögum og hins vegar gildandi lög félagsins.

Tillaga um breytt lög SSON

Lög félagsins (1)

Í 2. gr. gildandi laga kemur fram að aðalfund félagsins skuli halda í nóvember ár hvert. Lagt er til að þessu verði breytt á þann veg að framvegis skuli halda aðalfundina fyrir lok maí. Í ljósi þess að ef breytingarnar ná fram að ganga verður næsti aðalfundur haldinn að einungis hálfu ári liðnu og að teknu tilliti til gildandi samkomutakmarkana var ákveðið að boða þennan fund sem aukaaðalfund þar sem einungis þetta eina mál yrði á dagskrá.