Sæl öll
Fyrir hönd stjórnar SSON boða ég hér með til aðalfundar félagsins Mánudagskvöldið 10. júní klukkan 19:30 í Fischersetrinu á Selfossi.
Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að styrkja starfið okkar að bjóða sig fram í stjórn. Hafa má samband við núverandi stjórnarmenn vegna þessa en einnig nægir að tilkynna um framboð á fundinum sjálfum.
Dagskrá fundarins er annars eftirfarandi, sbr. 2. gr. laga félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Farið er yfir fundargerð síðasta aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
- Gjaldkeri leggur fram og útskýrir reikninga félagsins, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
- Lagabreytingar.
- Ákvörðun um félagsgjöld.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
- Kosning skoðunarmanns reikninga.
- Önnur mál.
Allir skráðir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi og hafa þar tillögurétt og málfrelsi. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa félagsmenn sem hafa verið skráðir í félagið í að minnsta kosti fjórar vikur fyrir fundinn.
F.h. stjórnar SSON,
Arnar Breki Grettisson