Anton á lokahófi Evrópumótsins.
Anton á lokahófi Evrópumótsins. Myndina tók Þorsteinn Magnússon yngri.

Anton Demchenko félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis (SSON) vann Evrópumót einstaklinga 2021 sem haldið var á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) frá 25. ágúst til 5. September. Anton hlaut 8,5 vinninga í 11 skákum og vakti taflmennska hans á mótinu verðskuldaða athygli.

Anton tefldi í öllum umferðum Íslandsmóts skákfélaga 2019-2021 fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis. Hann varð einnig Norðurlandameistari í netskák með með sveit SSON 2020. Í því móti tefldu 6 skákmenn með hverri sveit í hverri umferð og þar af þurftu þrír að vera frá Norðurlöndunum.

Anton hefur einnig kennt félagsmönnum í Fischersetri. Daginn eftir að hann var krýndur Evrópumeistari mætti hann í Fischersetur til að kenna félagsmönnum. Góð mæting var hjá félagsmönnum í kennsluna hjá Antoni og setið var á hverjum stól í Fischersetri. Mikil ánægja var með kennslu Antons.

Næsta verkefni hjá Antoni verður að tefla með sveit Skákfélag Selfoss og nágrennis á Evrópumóti skákfélaga í Norður-Makadóníu.