Hinn firnasterki stórmeistari og landsliðsmaður Þýskalands, Alexander Donchenko (2660), sem um liðna helgi tefldi fyrir hönd SSON á Íslandsmóti skákfélaga, verður í Fischersetrinu á miðvikudagskvöldið 19. maí frá kl. 19:30. Þar mun hann segja frá ýmsu áhugaverðu frá skákferli sínum sem er þegar orðinn glæstur þrátt fyrir ungan aldur hans. Donchenko, sem er fæddur árið 1998, er sem stendur með 2660 alþjóðleg skákstig og í 81. sæti á lista virkra skákmanna í heiminum. Hæst náði hann 2678 stigum fyrr á þessu ári. Þess má geta að í janúar síðastliðnum tók hann þátt í hinu geysisterka Tata Steel móti í Hollandi og gerði þar m.a. jafntefli við heimsmeistarann Magnus Carlsen og Anish Giri. Hér gefst því færi á að hitta einn af sterkustu skákmönnum heims.