Frá og með 21. janúar verða skákæfingar Skákfélags Selfoss og nágrennis á fimmtudögum. Æfingarnar hefjast klukkan 19:30 í Fischersetri (Austurvegi 21 Selfossi).
Æfingarnar verða í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur sem tóku gildi 13. janúar. Í þeim felst m.a. að eingöngu 50 félagar geta tekið þátt í æfingunum, ekki verður boðið upp á sameiginlegar veitingar, áhorfendur eru ekki leyfðir, og mælt er með grímunotkun hjá 16 ára og eldri.